Skip to main content

Íslenskir skírteinishafar Lloyds – hvernig leggja á fram kvörtun.

Kynnið ykkur hvernig leggja á fram kvörtun og starfsreglurnar um meðhöndlun á kvörtunum.

Ef þú vilt leggja fram kvörtun ættirðu vinsamlegast að leita upplýsinga á vátryggingarskírteininu um rétta tengliðinn að hafa samband við. Eða þú getur haft samband við tryggingarmiðlara þinn eða, ef kvörtunin tengist kröfu, ættirðu að hafa samband við þann sem hefur verið að afgreiða kröfuna og láta viðkomandi vita af óánægju þinni.

Hvað er kvörtun?

Samkvæmt skilgreiningu Lloyds er kvörtun:

Sérhver munnleg eða skrifleg tjáning á óánægju, hvort sem hún er réttlætanleg eður ei, frá eða fyrir hönd persónu, varðandi miðlun á, eða misbrests við miðlun á, fjármálaþjónustu, þar sem: (1) gefið er í skyn að kærandi hafi orðið fyrir (eða gæti orðið fyrir) fjárhagstjóni, efnislegu böli eða óþægindum og (2) er viðkomandi starfsemi stefnda, eða annars þess svaranda sem stefndi starfar með við markaðssetningu eða til að útvega fjármálaþjónustu eða –afurðir, sem heyra undir lögsögu umboðsmannsþjónustu Bretlands.

Hvernig Lloyds mun meðhöndla kvörtun þína

Umboðsaðili Lloyds, eða sá aðili sem nefndur er á skírteini þínu og hefur verið falið að meðhöndla kvörtun þína fyrir þeirra hönd, mun stefna að því að senda þér úrskurðinn skriflega innan 8 vikna frá móttöku kvörtunarinnar.

Ef þú ert áfram óánægð/ur eftir að hafa meðtekið endanlegan úrskurð er þér heimilt að skjóta kvörtuninni til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Heimilisfang og samskiptaupplýsingar þeirra eru:

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Höfðatúni 2
105 Reykjavík
Ísland

+ 354 520 3700

Þessi tilhögun á meðhöndlun kvartana hefur ekki áhrif á réttindi þín að lögum.

Til þess að kvarta

Þú getur haft samband við Lloyds í Bretlandi hér:

Complaints

Fidentia House
Walter Burke Way
Chatham Maritime
Chatham
Kent
ME4 4RN

+44 (0)20 7327 5693